AUKATÓNLEIKAR 13. DESEMBER!
Það er ljóst að með tilkomu IceGuys er ný Ísöld hafin. Öll þeirra útspil hafa fengið frábær viðbrögð hingað til og hefur aðdáendahópur Ísdrengjanna, IceGang, kallað eftir einhverju ennþá stærra til að svala ísþorstanum. Og þegar IceGang kallar þá svara IceGuys.
Á tónleikunum munu piltarnir syngja öll sín þekktustu lög og er aldrei að vita nema þeir hlaði í ábreiður af þekktum jólalögum eins og sannri strákasveit sæmir. Danssporin verða æfð í þaula og sviðið ísi lagt til að kæla Ísdrengina niður í öllum hitanum.
Upphitunaratriðin verða ekki af verri endanum en þau verða í höndum hinna virtu tónlistarmanna Arons Can, Friðriks Dórs, Herra Hnetusmjörs og Jóns Jónssonar að ógleymdum Rúriki Gíslasyni sem sló rækilega í gegn á stórtónleikunum í Dalvík á Fiskideginum mikla.
Ekki hafa áhyggjur af því hvort jólin í ár verða rauð eða hvít heldur!
tryggðu þér miða á ísköld jól í laugardalshöll.
Við minnum á að fjölbreytt úrval af IceGuys vörum er nú í sölu, þar á meðal peysur, bolir og húfur.
Vertu með í ævintýrinu með því að næla þér í stílinn þeirra!
Bókin um ICEGUYS er
kominn í forsölu
Fáðu að vita allt sem
gerist á bakvið tjöldin!
Hvað gerist þegar vinsælustu tónlistarmenn landsins, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Aron Can og Rúrik ákveða að stofna strákasveit?
Í bókinni um ICEGUYS færðu að kynnast þeim betur, læra um upphaf ævintýrisins og komast að því hvað gerist á bakvið tjöldin.
Allar bækur í forsölu verða afhentar
1. desember
Á póstlista PAXAL ert þú hluti
af innsta hring IceGuys!
Ný plata
Þrjú glæný lög!
ICEGUYS hafa nýverið gefið út sína fyrstu plötu sem inniheldur þrjú glæný lög, þar á meðal sumarsmellinn "Rúlletta." Tónlistin blandar saman poppi og rappi, sem er sérkenni sveitarinnar, og hefur þegar fengið jákvæða dóma fyrir grípandi lög og orkumikla sviðsframkomu